Rakel-saeta-2-nota.jpg

Hormónajógakennari og Qigong leiðari

Vorið 2021 kennir Rakel hormónajóga og Qigong í Tveir heimar, Suðurhlíð 35, Reykjavík. Tímar í hormónajóga eru á vegum Rakelar og fyrirtækis hennar Yoga Natura ehf. en tímar í Qigong á vegum Tveggja heima.

Rakel er með réttindi frá höfundi hormónajóga, Dinah Rodrigues í Brasilíu, til að kenna hormónajóga og er eini kennarinn á Íslandi sem hefur öðlast þessi réttindi. Enn fremur er hún með jógakennararéttindi frá Open Sky Yoga (á grunni Iyengar).

Rakel hefur iðkað Qigong í heilsumiðstöðinni Tveir heimar hjá Þórdísi Filipsdóttur, Qigong kennara og þerapista. Hún hefur einnig lagt stund á Gunnarsæfingarnar hjá Þorvaldi Inga Jónssyni og lokið grunnþjálfun fyrir leiðara í æfingunum. Auk þess hefur hún tileinkað sér æfingar úr Radiant Lotus Qigong for women æfingaröð Daisy Lee, mikilsvirts Qigong kennara, sem búsett er í Puerto Rico.

Rakel er framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Yoga Natura ehf. en bók Dinah Rodrigues um hormónajóga fyrir konur, Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn, í þýðingu Rakelarkom út á vegum útgáfunnar í maí 2019. Rakel vinnur nú að þýðingu á bókum Dinah Rodrigues um streitulosandi hormónajóga fyrir karla og hormónajóga fyrir sykursjúka. 

 

Námskeið og tímar

Eitthvað fyrir alla, konur og karla

Vorið 2021 eru allir tímar Rakelar  í Tveimur heimum, Suðurhlíð 35.

Kennslan fer fram á netinu (Zoom) þegar Tveir heimar eru lokaðir vegna sóttvarnarreglna.

Tímar Rakelar vorið 2021 eru sem hér segir: 

Sex vikna byrjendanámskeið fyrir konur verða á mánudögum 16:30 til 17:30 (fyrst 11. janúar 2021). (Lokað námskeið)

Á þriðjudögum er Jóga-Qi 17:30 - 18:15.  Opinn tími

Einnig á þriðjudögum 17:30 - 18:15 er Qigong fyrir konur. Opinn tími. 

Á miðvikudögum 16:30 - 17:15 er byrjendanámskeið í Qigong í umsjá Rakelar og Þórdísar, eiganda Tveggja heima. (Lokað námskeið)

Á miðvikudögum 19:00 - 20:00 eru tímar í hormónajóga.

Á fimmtudögum er Jóga-Qi 17:30 - 18:15. Opinn tími.

Einnig á fimmtudögum 17:30 - 18:15 Qigong fyrir konur. Opinn tími.

Í vetur verða líka í boði einkatímar og paratímar í hormónajóga. Henta vel fyrir sykursjúka og pör sem eru að reyna að eignast barn.

_DSC6469-1500px-bg-1_edited.jpg

Námskeið í hormónajóga fyrir konur

Hvar:  Tveir heimar, Suðurhlíð 35

Bæði á Zoom og í sal þegar sóttvarnarreglur leyfa.

Byrjendanámskeið á mánudögum 16:30 - 17:30
Námskeiðin:

11. janúar - 15. febrúar

22. febrúar - 29. mars

12. apríl - 17. maí

Verð  21.000

Skráning á yoganatura@simnet.is.

Á miðvikudögum 19:00 - 20:00

Upprifjunarnámskeið (3 skipti) 13. janúar - 27. janúar

Verð 10.000

Önnur námskeið auglýst síðar!

_DSC2115_Master1024px.jpg

Jóga-Qi

Hvar: Tveimur heimum, Suðurhlíð 35

Hvenær: Frá 7. janúar 2021 og fram að sumarfríi.

Flæðandi Qigong æfingar og jógastöður.  Við beitum öndunaræfingum til að stýra Qi (Prana) orkunni til þeirra líffæra eða líkamshluta sem við erum að vinna með hverju sinni og gerum góðar slökunaræfingar og hugleiðslu í lok hvers tíma.

Æfingarnar eru aðlagaðar að hverjum og einum og henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Í Jóga-Qi eru þessi tvö austurlensku æfingaform, jóga og Qigong, sett saman þar sem áherslan er á núvitund og samhæfingu öndunar og hreyfingar.

Qigong er stundum kallað "kínverskt jóga" á sama hátt og jóga er stundum kallað "indverskt Qigong". Segja má að Qigong sé sambland af ýmiskonar jóga (vísindin um sjálfskynjun) og Ayuerveda (vísindin um sjálfsheilun).

Opnir tímar í stundaskrá Tveggja heima www.2heimar.is

Qigong fyrir konur

Hvar: Tveir heimar, Suðurhlíð 35

Hvenær: Þriðjudagar 17:30 - 18:15 og fimmtudagar 17:30 - 18:15.

Opnir tímar í stundaskrá Tveggja heima www.2heimar.is

Til að líkaminn geti heilað sig sjálfan og komið á jafnvægi á ný þarf hann leiðsögn frá þér. Rétt eins og lótusblómið vex upp úr leðjunni fyrir tilstilli hreyfinga vatnsins.

 

Qigong æfingarnar geta hjálpað þér að opnast og blómstra á meðan þú losar um streitu, brýtur upp gömul neikvæð tilfinningamynstur og jarðtengir þig í náttúrulegri náð þinni og nærveru - leyfir gjöfum þínum að blómstra.

Þegar þú ert í jafnvægi andlega, tilfinningalega og líkamlega ert þú fær um að samræma lífskraft þinn og lífstakt og næra getu þína til að lækna og heila. Mikið álag og endalausar áskoranir (persónulegar og samfélagslegar) geta rænt okkur lífskraftinum og hefur þörfin til að eiga rætur í eigin visku sjaldan eða aldrei verið meiri.

Qigong fyrir konur (Radiant Lotus Qigong) býður upp á kraftmiklar en þó mildar og tignarlegar æfingar sem valdefla konur, styrkja þær, heila og næra. Það geta allar konur stundað Radiant Lotus Qigong.

Æfingarnar í Radiant Lotus Qigong fyrir konur eru þróaðar af hinum mikilsvirta Qigong kennara Daisy Lee.

Við erum öll verur...lífsnauðsynlegar, sterkar, blíðar og tignarlegar. Þegar við erum í jafnvægi andlega, líkamlega og tilfinningalega erum við sterkari og betri verur. Við finnum hinn innri frið.

— Daisy Lee

Skráning á 2heimar@2heimar.is

_DSC6408-1024px.jpg

Allar nánari upplýsingar veitir:
Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajógakennari og Qigong leiðari í síma 861-2706
Stéttarfélög veita styrki vegna námskeiðanna

Helgarnámskeið 

Auglýst síðar!

_DSC4261-1024px.jpg

Íslenskar konur eru að ná frábærum árangri með reglulegri ástundun hormónajóga

Hér getur þú lesið nokkrar umsagnir en þær er einnig að finna undir Blogg og greinar.

Ég vel hormónajóga Sigurborg Kr. Hannesdóttir

Ég er 59 ára og að mestu búin að fara í gegnum breytingaskeiðið. Í febrúar 2019 þurfti að fjarlægja leg og eggjastokka og í framhaldi af því var ég mjög orkulaus og var alveg að örmagnast. Ég gerði hormónajógasyrpuna í um tvo mánuði á morgnana, flesta daga og fann algjöran viðsnúning. Ekki bara þann daginn sem ég geri syrpuna, heldur átti ég stigvaxandi orku og varð glaðari með lífið. Er glöð og þakklát fyrir að geta frekar notað jóga en hormónalyf.

Vanvirkur skjaldkirtill - Anna Gilsdóttir

"Ég kynntist hormónajóga hjá Rakel fyrir rúmum tveimur árum, nánar tiltekið í maí 2018. Rakel var þá nýkomin frá Þýskalandi eftir að hafa numið þessi fræði hjá höfundinum sjálfum Dinah Rodrigues frá Brasilíu. Hugmyndafræðin vakti strax áhuga minn þar sem ég er jógakennari sjálf og ekki síður vegna þess að ég starfa í heilbrigðisgeiranum. Ég fékk innsýn í æfingarnar og tæknina hjá Rakel og studdist síðan við bókina um Hormónajóga og var fljót að tileinka mér æfingarnar.
Áður en ég byrjaði að gera æfingarnar var ég að taka lyf vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Ég sá fljótlega að regluleg ástundun þessara æfinga gæti mögulega gert mér kleift að hætta á lyfjunum. Sem ég og gerði í maí 2019 í samráði við eiginmann minn sem er læknir. Nú rúmu ári síðar eru mælingarnar betri en við þorðum að vona og líðanin mjög góð. Við hjónin erum alsæl með þennan framgang og fylgjumst vandlega með framvindunni. Ég veit að þetta á ég hormónajóganu að þakka og veit að það er komið til að vera hjá mér og er orðið hluti af mínum lífsstíl. Takk Dinah Rodrigues fyrir að gefa okkur þessar frábæru æfingar.

NN

Ég setti mér það markmið að læra æfingarnar í covid með því að kaupa aðgang að vefnum hennar Dinah https://www.dinahrodrigues.com.br/ og hafði bókina þína til stuðnings. Þetta tók smá tíma en svo allt í einu síaðist rútínan inn og nú geri ég æfingarnar næstum daglega og kann prógrammið utan að. Æfingarnar gefa mér orku og það er alltaf notalegt að kyrra hugann á jógadýnunni. Best finnst mér að gera þær úti á palli eða í náttúrunni þegar sólin skín. Ég er þér þakklát fyrir að hafa kynnt mig fyrir þessu jógaprógrammi og hver veit nema það haldi manni hressum fram yfir nírætt eins og Dinah sem er í ótrúlegu formi.

Fylgstu með á Facebook og Instagram

Hafðu samband

©2020 by Hormónajóga

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now