Hormónajóga

Fyrir konur, karla og sykursjúka

Hvað er hormónajóga?

Hormónajóga er ákveðin æfingaröð sem tekur 35 mínútur að gera og samanstendur af jógastöðum (asanas), öndunaræfingum (pranayama), jóga nidra og tíbetskri orkutækni (Qigong).​

Höfundur hormónajóga er Dinah Rodrigues

Kennari á Íslandi er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir.

Útgefandi bókar um hormónajóga er Yoga Natura ehf.

Fyrir hvern er hormónajóga?

Hormónajóga fyrir konur: 

Er himnasending til kvenna 35+ sem stríða við ójafnvægi á hormónastarfseminni, hvort sem er vegna tíðahvarfa (einnig snemmbúið breytingaskeið eða ótímabært) eða af öðrum orsökum. Regluleg ástundun dregur úr eða kemur í veg fyrir fjölmörg einkenni breytingaskeiðsins s.s. hitakóf, skapsveiflur, pirring, höfuðverk, þurrk í leggöngum, minni kynhvöt....listinn er lengri en okkur grunar. Hormónajóga hefur einnig reynst vel til að koma jafnvægi á óreglulegar blæðingar, engar eða of miklar blæðingar, sársaukafullar blæðingar, vægt legslímuflakk, fjölblöðruheilkenni, fyrirtíðaspennu og húðvandamál svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst hefur fjölmörgum konum tekist að verða barnshafandi með aðstoð hormónajóga.

Streitulosandi hormónajóga fyrir karla: 

Fyrir karlmenn á öllum aldrei og engrar reynslu af jóga krafist. Regluleg iðkun þessara einföldu en áhrifaríku æfinga dregur úr streitu, kemur í veg fyrir einkenni sem stafa af lágu hlutfalli testósteróns, kemur jafnvægi á hormónakerfið, kemur í veg fyrir vandamál tengd blöðruhálskirtli og lágþrýstingi í tengslum við vanvirkan skjaldkirtil. Æfingarnar auka kynhvöt og frjósemi og draga úr eða koma í veg fyrir mígreni, kvíða, þunglyndi o.s.frv. Ekki eru sérstök námskeið í boði fyrir karla sem stendur en hægt er að panta einkatíma/paratíma.

Pantanir á yoganatura@simnet.is

Hormónajóga fyrir sykursjúka - allir geta iðkað það!

Regluleg iðkun lækkar blóðsykurinn, örvar brisið, miltað, lifrina, nýrnahetturnar, skjaldkirtilinn og eggjastokkana/eistun, dregur úr streitu og eykur kynhvöt.

Ekki eru í boði sérstök námskeið sem stendur en hægt er að panta einkatíma/paratíma.

Pantanir á yoganatura@simnet.is