Hvað er hormónajóga?

Hormónajóga er dýnamískt jóga sem örvar hormónabúskap líkamans, gefur orku og eykur vellíðan.

Hormónajóga er ákveðin æfingaröð sem tekur 35 mínútur að gera og samanstendur af jógastöðum (asanas), öndunaræfingum (pranayama), jóga nidra og tíbetskri orkutækni (Qigong).​

Höfundur hormónajóga er Dinah Rodrigues

Kennari á Íslandi er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir.

Útgefandi bókar um hormónajóga er Yoga Natura ehf.

Fyrir hvern er hormónajóga?

Hormónajóga er fyrir konur 35+, karla (streitulosandi) og sykursjúka (týpa 1 og týpa 2)

Hormónajóga fyrir konur: 

Himnasending til kvenna 35+ sem stríða við ójafnvægi á hormónastarfseminni, hvort sem er vegna tíðahvarfa (einnig snemmbúið breytingaskeið eða ótímabært) eða af öðrum orsökum. Regluleg ástundun  dregur úr eða kemur í veg fyrir fjölmörg einkenni breytingaskeiðsins s.s. hitakóf, skapsveiflur, pirring, höfuðverk, þurrk í leggöngum, minni kynhvöt....listinn er lengri en okkur grunar. Hormónajóga hefur einnig reynst vel til að koma jafnvægi á óreglulegar blæðingar, engar eða of miklar blæðingar, sársaukafullar blæðingar, vægt legslímuflakk, fjölblöðruheilkenni, fyrirtíðaspennu og húðvandamál svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst hefur fjölmörgum konum tekist að verða barnshafandi með aðstoð hormónajóga.

Streitulosandi hormónajóga fyrir karla: 

Fyrir karlmenn á öllum aldrei og engrar reynslu af jóga krafist. Regluleg iðkun þessara einföldu en áhrifaríku æfinga dregur úr streitu, kemur í veg fyrir einkenni sem stafa af lágu hlutfalli testósteróns, kemur jafnvægi á hormónakerfið, kemur í veg fyrir vandamál tengd blöðruhálskirtli og lágþrýstingi í tengslum við vanvirkan skjaldkirtil. Æfingarnar auka kynhvöt og frjósemi og draga úr eða koma í veg fyrir mígreni, kvíða, þunglyndi o.s.frv. Ekki eru sérstök námskeið í boði fyrir karla enn sem komið er en tímarnir á mánudögum henta þeim vel. Einnig eru í boði einkatímar. 

Hormónajóga fyrir sykursjúka - allir geta iðkað það!

Regluleg iðkun lækkar blóðsykurinn, örvar brisið, miltað, lifrina, nýrnahetturnar, skjaldkirtilinn og eggjastokkana/eistun, dregur úr streitu og eykur kynhvöt.

Ekki eru í boði sérstök námskeið fyrir sykursjúka enn sem komið er en boðið er upp á einkatíma.

6 vikna byrjendanámskeið fyrir konur

Eftir námskeiðið verður þú sjálfbær heima

Á þessu námskeiði lærir þú alla æfingaröð Dinah Rodrigues í hormónajóga fyrir konur og verður að því loknu sjálfbær með æfingarnar heima við. Tímarnar eru 60 mín og við gefum okkur góðan tíma til að læra allar hormónajógaæfingarnar í bókinni sem og æfingarnar sem draga úr streitu en það að draga úr streitu skiptir miklu máli ef við viljum örva hormónabúskapinn.

Við mælum með því að þú verðir þér úti um bók Dinah Rodrigues um hormónajóga Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn en bókin verður þinn stuðningur og verkfæri að námskeiðinu loknu.

Tímar og verð

Helgarnámskeið í hormónajóga fyrir konur

Vertu sjálfbær á tveimur dögum

Helgarnámskeiðin í hormónajóga fyrir konur henta bæði byrjendum og þeim sem hafa verið á námskeiði áður og vilja rifja upp og koma sér aftur í gírinn. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hafa verið að iðka sjálfar með aðstoð bókarinnar um hormónajóga. Engrar jógareynslu er krafist.

Tímar og verð

Hingað til hafa námskeiðin verið haldin í Reykjavík á Akureyri og á Höfn í Hornafirði. Ef þú myndir vilja sjá svona námskeið í þinni heimabyggð þá endilega hafðu samband á yoganatura@simnet.is

 

©2020 by Hormónajóga

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now